Um höfundana

Ásbjörg Jónsdóttir er tónskáld, söngkona, tónlistarkennari og barnakórstjóri. Hún lauk mastersgráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands vorið 2018. Ásbjörg hefur samið verk fyrir ýmsa tónlistarhópa og kóra. Foot in the Door, kammersveit við Hartt School of Music í Bandaríkjunum valdi píanókonsert Ásbjargar til flutnings í Bandaríkjunum og á Myrkum Músíkdögum 2015. Í febrúar 2018 valdi Caput verk Ásbjargar til flutnings á 15:15 en það sama verk var flutt í Hartt School í mars 2018. Ásbjörg hefur samið ný barnalög fyrir yngsta stig barnakóra sem sungin eru víða.

Auður Guðjohnsen er söngkona, söng- og tónlistarkennari, tónskáld og barnakórstjóri. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og The Royal Conservatoire of Scotland. Hún lauk söngkennaraprófi (LRSM) frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2005 og meistaragráðu (M.Ed.Art) í listkennslu frá LHÍ árið 2017 á grunn- og framhaldsskólastigi. Hún er meðlimur í Schola cantorum og Barbörukórnum. Auður hefur samið og útsett tónlist fyrir blandaða kóra og samið barnalög m.a. fyrir barnakóra Kórskóla Langholtskirkju og nýtt lögin víða í barnastarfi í grunn- og tónlistarskólum.​